Loading
Loading...
Eyðublað Útprentun - 2, Útg.4
1. Umsækjandi
2. Beiðni um breytta ritun nafns
 1. Ef fullt nafn er lengra en 31 eða 44 stafbil þá tilgreinið hvernig óskað er eftir að ritun nafnsins birtist í takmörkuðum nafnasvæðum þjóðskrár. Ekki má stytta fyrsta og síðasta nafn, nema með d. eða s. sbr. Jónsd. og Jónss. í nafnasvæðum sem innihalda 31 og 44 stafbil. Bil milli nafna telst til stafbila. Að öðru leyti er nafn skráð í þjóðskrá óstytt.  Sjá upplýsingar í leiðbeiningum.

3. Staðfesting
 1. Required
 2.  

   

  _______________________________________________

4. Leiðbeiningar
 1. Fullt nafn er skráð án takmörkunar á fjölda stafa og því skipt í eiginnafn/nöfn, millinafn ef við á og kenninafn/nöfn. Að auki er skráð svokallað birtingarnafn sem er 44 stafir, ennfremur er skráð stytt nafn sem er 31 stafur. Nafnasvæði sem inniheldur 31 og 44 stafbil er miðlað. Þegar átt er við miðlun þá er vísað til dreifingar á þjóðskrá til viðskiptavina og þess nafns sem kemur upp við uppflettingu í skránni, t.d. í heimabönkum, hjá læknum, hjá sveitarfélögum o.s.frv. Birtingarnafn endurspeglar öllu jöfnu fullt nafn manns, en er þó takmarkað við 44 stafi. 

  Ef fullt nafn er lengra en 31 eða 44 stafbil þá tilgreinið hvernig óskað er eftir að ritun nafnsins birtist í takmörkuðum nafnasvæðum þjóðskrár. Ekki má stytta fyrsta og síðasta nafn, nema með d. eða s. sbr. Jónsd. og Jónss. í nafnasvæðum sem innihalda 31 og 44 stafbil. Bil milli nafna telst til stafbila. Sjá nánar reglur nr. 1025/2011 um skráningu nafna þegar ekki er unnt að skrá nafn manns að fullu í þjóðskrá og ekki næst samkomulag um hvernig með skuli fara.

  Breytt ritun nafns

  Til þess að breyta nafnritun þarf viðkomandi að bera nöfnin sem óskað er eftir. Ekki er um eiginlega nafnbreytingu að ræða. Dæmi: Maður getur óskað eftir að fella eitt eða fleiri af nöfnum sínum úr þjóðskrá eða að skammstafa eitt eða fleiri af nöfnum sínum í tölvukerfum þjóðskrár (t.d. seinna eiginnafn af tveimur). Dæmi: Nafn manns er skammstafað í þjóðskrá en viðkomandi vill að það sé birt að fullu eða skammstafað á annan hátt.

  Fullt nafn kemur fram í vegabréfum, vottorðum o.s.frv.

  Nafnbreytingar eru einungis heimilaðar einu sinni nema sérstaklega standi á.

  Frekari leiðbeiningar um mannanöfn og nafnbreytingar eru á vef Þjóðskrár Íslands, skra.is https://www.skra.is/thjodskra/nafngjof-og-mannanofn/ og island.is https://www.island.is/mannanofn/

  Upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá Þjóðskrá Íslands er að finna á skra.is