Mannanafnanefnd tekur ekki til afgreiðslu beiðni um eiginnafn eða millinafn, sem ekki er á mannanafnaskrá, fyrir ófædd börn. Beiðnin verður ekki tekin til afgreiðslu fyrr en greitt hefur verið tilskilið gjald, kr. 3000, samkvæmt 36. tölulið 1. mgr. 14. gr laga um aukatekjur ríkisjóðs nr. 88/1991, sbr. 2. gr. laga nr. 56/2006.