Skilmálar um aðgang og heimild til vinnslu
- Gagnasamskipti Þjóðskrár Íslands og umsækjanda eru SSL samskipti (port 443). Samskiptin eru í formi json (web token), notuð er REST þjónusta (JWT). Þjóðskrá Íslands skal tilkynna umsækjanda með hæfilegum fyrirvara ef fyrirhuguð er breyting á framsetningu gagna. Þjóðskrá Íslands áskilur sér rétt til þess að loka þjónustum og opna nýjar. Slíkar breytingar skulu kynntar með hæfilegum fyrirvara.
- Eftir samþykkt umsóknar er stofnaður aðgangur að vefþjónustu fyrir sérstaka afhendingu upplýsinga vegna samskipta við Fjármálaeftirlitið.
- Viðskiptavinur fær afhent fasteignanúmer sem ætluð eru til notkunar í gagnasamskiptum við Fjármálaeftirlitið. Fasteignanúmerin sem afhent eru vegna samskipta viðskiptavinar við Fjármálaeftirlitið er með öllu óheimilt að nota með öðrum hætti né í öðrum tilgangi en vegna samskipta við Fjármálaeftirlitið. Samskipti viðskiptavinar og Fjármálaeftirlitsins fer samkvæmt gildandi lögum og eftir atvikum, leiðbeiningum Fjármálaeftirlitsins.
- Umsækjandi hefur kynnt sér gjaldskrá Þjóðskrár Íslands vegna þjónustunnar. Innheimt er stofngjald vefþjónustu í upphafi. Einnig er innheimt mánaðargjald fyrir vefþjónustuna og er reikningsuppgjör sent út mánaðarlega.
- Eingöngu er heimilt að nota upplýsingar í reglubundinni starfsemi umsækjanda. Óheimilt er að miðla upplýsingum til þriðja aðila.
- Umsækjanda er heimilt að miðla upplýsingum til starfsmanna sinna og samþætta upplýsingar í grunnkerfi sín. Eyða skal upplýsingum ef ekki er lengur þörf á þeim.
- Óheimilt er að safna upplýsingunum saman eða breyta þeim.
- Umsækjandi skuldbindur sig til þess að leiðbeina starfsmönnum sínum um efni skilmála og um rétta notkun á upplýsingum.
- Þjóðskrá Íslands er heimilt að fella aðgangsheimildina niður þegar í stað ef í ljós kemur misnotkun eða vanefndir af hálfu áskrifanda.
- Þjóðskrá Íslands er heimilt að framkvæma eftirlit með söfnun upplýsinga, tengingu við aðrar upplýsingar og framsetningu hjá umsækjanda og starfsmönnum hans. Þjóðskrá Íslands er heimilt að fá aðgang sem notandi hjá umsækjanda í eftirlitsskyni.
- Þjóðskrá Íslands ber ekki ábyrgð á hugsanlegu tjóni sem kann að hljótast af því að upplýsingar úr skrám reynast rangar.
- Uppsögn skal vera skrifleg, uppsagnarfrestur skal vera einn mánuður frá næstu mánaðarmótum að telja.
Skyldur vinnsluaðila
- Starfsmenn umsækjanda eru bundnir þagnarskyldu um þau atriði sem þeir komast að vegna miðlunar umsækjanda á upplýsingum og leynt eiga að fara.
- Umsækjandi skuldbindur sig til þess að tryggja öryggi þeirra upplýsinga sem miðlað er áfram til starfsmanna umsækjanda. Skulu allar öryggisráðstafanir vera í samræmi við fyrirmæli Þjóðskrár Íslands um það efni.
- Viðskiptavinur hefur kynnt sér viðeigandi reglur um notkun upplýsinga, meðal annars ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, þ.m.t. um meðferð, vinnslu og miðlun upplýsinga og gagna sem Þjóðskrá Íslands afhendir. Öll miðlun umsækjanda á upplýsingum sem ekki samræmist skilmálum þessum er með öllu óheimil. Þjóðskrá Íslands áskilur sér rétt til þess að stöðva miðlun umsækjanda á upplýsingum telji stofnunin að öryggi upplýsinga sé ábótavant eða að miðlun umsækjanda samræmist ekki skyldum umsækjanda samkvæmt samningi þessum.